<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júlí 29, 2007

Er á leið til Danaveldis og vona að það stytti upp þar þegar rigningin er komin hér...

miðvikudagur, júlí 25, 2007

Alla malla hvar á ég að byrja. Byrjaði sumarfríið með léttuútilegu á Hellu með hele famelíen. Ógislega gaman eins og alltaf, veðrið fínt. Eitthvað leiddist þó grísunum og Jánsinn fór með þau heim á laugardagskvöldinu ásamt Arne sem var lasinn. Hátt í 70 manns með viðhengjum og börnum.
Setið að snæðingi á Hellu

Þann 17. fóru svo kanar að streyma til landsins. Öll systkini Jánsins með mökum og börnum, samtals 10 manns. Eitthvað tjillað hér fram eftir vikunni. Við hjónin fórum svo í brúðkaup á laugardaginn og svo beint heim að pakka fyrir útlegu inn á Þórmörk. Þangað var sem sagt haldið í bítið á sunnudegi, búið að koma Nikkanum fyrir í pössun. Vorum í Mörkinni tvær nætur í blíðskaparverðri og yndislegheitum.

Horft yfir Mörkinni frá Langadal

Löbbuðum inn i Stakksholtsgjá þar sem allir urðu blautir við að vaða yfir ánna. Ætluðum að taka rútuna til baka inn í Húsadal þar sem gistum en hún var löngu komin og farin þegar við komum til baka. Rútubílstjóri aumkaði sig yfir okkur og keyrði okkur inn að gögnubrú við Langadal og þaðan var svo labbað yfir í Húsadal. Vorum sem sagt á labbi í nokkra klukkutíma.

Vaðið yfir ánna í Stakkholtsgjá

Enduðum svo ferðina með því að keyra til Víkur í Mýrdal og svo farið og synt í Seljavallalaug. Flottur endir á skemmtilegri ferð. Allir óendanlega þreyttir en sælir.

Synt í Seljavallalaug

Á morgun fara krakkarnir og karlar trúlega á hestbak en við kerlingar ætlum að sjoppa pínulítið. Matur hér annað kvöld og vonandi verða þá Hrund, Díana og Rakel komnar frá Svíþjóð svo Hrund geti aðeins hitt Maríu og Dee sem fara á fimmtudaginn. Kristín fer svo heim á föstudaginn og Daniel á laugardaginn. Við erum svo á leiðinni til Danmerkur aðfaranótt 30. júlí.
Vona að ég geti komið Nikka fyrir aftur í pössun hjá Karen, en það væsti örugglega ekki um hann þar því eftir mikinn grátur heila nótt fékk hann víst að lúra hjá þeim í hjónarúminu....Núna svefn því þrifakonan mín góða kemur í fyrramálið....

föstudagur, júlí 13, 2007

Nú er mín bara komin í sumarfrí. Algjört æði skæði. Algjörlega dásamlegt pallapartý hjá Möggu Hrefnu í gær, mikið drukkið af rauðu, hvítu og gini og kjúklingabringur - pollo parmasan - dásamlega gott eins og alltaf hjá Möggu. Og spjallað út í eitt, miklar tilfinningasveiflur frá hlátri til gráturs en ekkert alvarlegt, bara skemmtilegt hóptrúnó hjá skemmtilegum konum. Bara næs. Örlítil þynnka í gangi í morgun og eiginlega allan dag enda kannski ekki nema von eftir rúmlega heila hvítvínsflösku. Komst meira að segja í örlítið tiltektarstuð í vinnunni og raðaði og flokkaði pappír í hillur og tilkynnti að þannig vildi ég koma að hillunum þegar ég kæmi úr fríi. Glætan að það gerist..lol...eins og Rúskan segir...sem útleggst - laughing out loud...
Passaði svo Rakelítuna á meðan mömmsurnar hennar fóru á frumsýningu á stuttmynd. Og á morgun og alla helgina léttuútilega á Hellu...mál að linni að sinni...skella sér svo í fyrramálið í að pakka fjölskyldunni fyrir útilegu...Og muna eftir að kikja við hjá brósanum...Ætla að skella mér aðeins í pottinn og reyna að nudda úr mér bakeymslin...

þriðjudagur, júlí 10, 2007

Hér voru nokkrar gönguléttur í potti. Ógislega næs og notarlegt í góða veðrinu sem engan enda virðist ætla að taka. Fengum okkur sherry að hætti góðra kvenna og svo var boðið upp á rabbabarapæið hans Alberts hans Bergþórs sem búið var til úr rabbabara úr garði nágrannans þar sem allur er hann uppurinn í mínum garði.
Á morgun fer ég í pallapartý hjá Möggu Hrefnu, svo einn vinnudagur og svo bara sumarfrí. Léttuútilega um helgina og enn á sama góða veðrið að vera. Reyndar alltaf gott veður í léttuútilegum. Svo er von á mörgum könum eftir helgina sem verða hér nánast fram að mánaðarmótum og þá stefnir familían til Danmerkur.
Allra verst finnst mér hvað sumarið líður hratt...


Einnig var boðið upp á pestó að hætti hlégerðishúsfreyju og hér kemur sú uppskrift.

Pestó a la Silla
2 bollar ferskt basil (svona ca. eins og allt í þessari uppskrift, nota tilfinninguna)
1/2 bolli extra virgin ólívuolía
4-5 hvítlauksrif
1/4 - 1/2 bolli ristaðar furuhnetur
1 tsk sjávarsalt
1 tsk svartur nýmalaður pipar
1/2 - 1 bolli rifinn parmasan

Öllu blandað vel saman í matvinnsluvél

Gott með brauði, sérstaklega tómatabrauði og út á pasta og bara eitt og sér.
Vo la...

laugardagur, júlí 07, 2007

Eitthvað er nú sólin að hvíla sig enda búin að skína ansi lengi á okkur hér á Klakanum. Lífið er samt frekar jolly. Var reyndar í jarðarför í dag, verið að jarðsyngja mömmu hennar Ragnhildar. Falleg athöfn og það er eitthvað gott við að koma í kirkju, alveg sama hvaða athöfn er í gangi. Söngurinn svo fallegur eitthvað og hugurinn reikar um allt. Ragnhildur verður hér fram á þriðjudag. Fórum í pottinn í gær og hún gisti svo hér, en er hjá Ingu systur sinni núna. Er að fara að vinna í fyrramálið og fæ í staðinn frí á föstudaginn og þá er hægt að fara tímanlega í léttuútileguna. Og svo eru hér nokkrar myndir....

Fröken Rakel Silja í heimsókn og setur upp sitt sparibros og segir Tjís...

Mæðgur í pottinum...

Cesar og Tristan á nýja trampólíninu...

Og Nikulás á hundasundi í pottinum með Rúskunni...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter