<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Ég og kisa erum b týpur. Vöknum þegar líða tekur á kvöld og getum verið á röltinu alla nóttina. Kattarskottið er reyndar algjörlega að fara með mig á þessu kvöldrölti sínu. Hún sefur ofan á samanbrotnum þvottinum í þvottahúsinu allan liðlangan daginn, hefur ekki einu sinni orku til að fá sér að borða hvað þá meir. En klukkan tíu á kvöldin er eins og við manninn mælt, mín fer á stjá, mjálmandi um allt hús og svo á að hleypa henni út og 5 mín. síðar á að hleypa henni inn. Svona gengur þetta þangað til ég píni sjálfi mig í rúmið. Þá hendi ég henni niður í kjallara í orðsins fyllstu merkingu, algjörlega búin að fá nóg af þessu árans veseni í henni. Vildi að einhver tæki að sér að stjana svona í kringum mig þegar kvölda tekur.
Ég hef sjaldan orðið eins reið og eftir kompásþáttinn sl. sunnudag. Er ekki algjörlega týpískt í þessu þjóðfélagi að hleypa einhverjum viðbjóðlegum barnaníðingum út eftir hálfa afplánun og varla það. Menn sem stela peningum annarra verða undantekningarlaust að sitja af sér 2/3 af dómi en sálarmorðingjum eins og þessum barnaníðingum og nauðgurum og morðingjum er hleypt út í samfélagið eftir að hafa afplánað helming af sínum dómi. Nauðgarar t.d. fá kannski skitið eitt ár á meðan einhver drulluhali sem rænir 100 þús. kalli fær 3 ár. Er ekki allt í lagi í þessu samfélagi. Mér sýnist allavega að veraldlegir hlutir séu hærra metnir en sálarmorð í þessum dómskerfi þó ég sé svo sem ekkert að mæla með því að milda dóma yfir ræningjum og ruplurum.
Og svo er maður náttlega í skýjunum yfir leiknum í gær þó hann væri svo sem aldrei neitt rosalega spennandi vegna allt of mikils markamunar. En þetta var auðvitað snilldarleikur og ég sat í sófanum og gólaði og hvatti strákana okkar á meðan börnin mín sátu og horfðu með undrunarsvip á móður sína. Fannst ég eiginlega svoldið glötuð þarna hvetjandi drengina í sófanum heima. Svoldið lónlí eins og sonur minn orðaði það.
Og svo hlógum við öll yfir fyrsta þætti idolsins ameríska. Hvar í veröldinni annars staðar en í USA er hægt að finna svona mikið af skrítnu fólki sem stendur algjörlega í þeirri meiningu að það geti sungið.
Og ég náði því að selja eitt stk. barnarúm um helgina á heilar tvö þúsund krónur sem er meira en ég fengi fyrir það í bílskúrnum og ég er búin að fá tvö tilboð frá fólki sem vill taka til heima hjá mér. Þarf að ræða við þetta fólk á morgun og sjá hvort ekki er hægt að notast við það. Það kemur nefnilega upp úr kafinu að það er algengara en maður heldur að fá manneskju til að þrífa þegar fólk er útivinnandi. Það virðast bara allir í kringum mig vera með svo ræstitækna og er algjörlega bit á mér að vera ekki löngu búin að ráð til mín einn slíkan.
Og svo sofnaði ég yfir sjónvarpinu í kvöld og svaf af mér kóræfingu....shit......

sunnudagur, janúar 21, 2007

Lofaði Særúnu að setja þetta hér.
Svari þessu hver sem vill

1. Miðnafnið þitt:
2. Aldur:
3. Single or Taken:
4. Uppáhalds bíómynd:
5. Uppáhalds lag:
6. Dirty or Clean:
7. Tattoo eða göt:
8. Þekkjumst við persónulega?
9. Hver er tilgangurinn með lífinu?
10. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
11. Besta minningin þín um okkur?
12. Myndir þú gefa mér nýra?
13. Segðu eitthvað skrýtið um þig:
14. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik?
15. Getum við hist og bakað köku?
16. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
17. Finnst þér ég góð manneskja?
18. Myndir þú keyra með mér hringinn í kringum landið?
19. Finnst þér ég aðlaðandi?
20. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari?
21. Í hverju sefuru?
22. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
23. Myndir þú koma á stefnumót ef ég myndi bjóða þér?
24. Ætlaru að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?

föstudagur, janúar 19, 2007

Hvað er með þetta boot camp. Ég hélt að þetta væri jólagrín. Einn vinnufélagi minn útbjó gjafabréf handa kærustunni í boot camp vitandi það að hún væri nú ekki sú alduglegasta í ræktinni og þetta var sko djók. En nú eru allir á leið í bootcamp og meira að segja 13 ára dóttir mín (þó hún sé alveg að verða 14) alveg vitlaus í að fara í boot camp. Skil ekki þetta hreyfingaræði sem leggst alltaf á landann eftir jól og áramót. Og svo er víst búið að opna sérsal í Word Class fyrir 4-14 ára. Er ekki alveg í lagi með þetta lið. Eru þessi blessuð börn ekki í leikfimi í skólanum og íþróttum út um allan bæ. Er bara á móti svona dæmi. Þessir grísir eiga bara að druslast út að leika sér. Skil ekki hvernig maður komst í gegnum æskuna og unglingsárin án sjónvarps, tölva og boot camp. Trúlega af því maður sást ekki inni hjá sér árið um kring og var bara úti að leika sér. Og það var bara hin hollast hreyfing og kostaði heldur ekki einhverja formúu. Bara algjörlega ókeypis. Í dag heyrir maður daglega, mér leiðist, ég hef ekkert að gera. Get ég fengið nýjasta sims. Úff og púff. Erfitt að vera barn og unglingur í dag.
Talandi um unglinga. Mín "elskulega" 15 ára dóttir er svo algjörlega á bullandi gelgju. Gat ekki mætt í skólann um daginn af því að hún hafði gleymt sléttujárninu hjá vinkonu sinni. Ha....Og svo ætlaði hún sko ekki að vera lengur með þessar spangir sem við foreldrarnir höfðum neitt upp í hana. Henni er nákvæmlega sama hvað svona kostar og hvort við erum að hugsa um hennar vellíðan í framtíðinni. Bara nennir ekki að vera með þetta.
Ætlaði að vera með Mirandas kynningu hér í kvöld en allar kerlingar sem ég þekki eru svo dæmalaust uppteknar að ekki náðist að smala saman í minnsta partý. Reyni aftur síðar. Er reyndar sjálf svo algjörlega að farast úr leti og syfju þessa dagana. Og nú er aftur að koma helgi, gigg á föstudagskvöld og leikhús á laugardagskvöldið svo ég verð að taka á honum stóra mínum og reyna að halda mér vakandi. Verð bara að forðast stofusófann þessi kvöld eins og heitan eldinn...

fimmtudagur, janúar 11, 2007

Ég virðist bara ekki geta snúið sólarhringnum á rétt ról. Sofna iðulega fyrir framan sjónvarpið og vakna um miðja nótt og get svo ekki sofið meir. Fór allt of seint að sofa í gærkvöldi. Fundur í vinnunni, síðan kóræfing og svo mirandas hjá Gunnsunni. Og þar sem við höfum ekki hist lengi þurftum við auðvitað að spjalla svoldið. Og svo í tölvuna þegar ég kom heim um eitt og man ekki lengur hvenær ég fór að sofa. Núna er ég vakandi og klukkan bara hálf sjö og héðan af tekur því nú varla að sofa meira. Sef þá bara yfir mig og mæti of seint í vinnuna. Og það náttlega gengur ekki. Svo ég held mér bara vakandi og sofna svo aftur fyrir framan imbann í kvöld. Ég er ekki alveg í lagi.
Nýja fína tölvan mín enn að stríða mér. Hún er greinilega ekkert að fíla þetta helv....windows kjaftæði og neitar að ræsa sig upp í windows enn eina ferðina. Macintosh umhverfið er henni greinilega meira að skapi og það er ekkert mál. Veit ekki hvernig ég færi að ef ég hefði ekki tölvusérfræðing á heimilinu.
Dæmalaust skemmtilegt að byrja aftur að syngja og skemmtileg lög og alles. Elska þessar léttur út af lífinu og lífið væri svo sannarlega ekki eins ljúft án þeirra.
Er eiginlega svoldið andlaus eða þannig...

laugardagur, janúar 06, 2007

Það fór nú aldrei svo að mér yrði ekki boðin launahækkun algjörlega ófarvarindis. Detta mér allar dauðar lýs...Ekkert stórvægilegt en allavega byrjun á umræðunni. Á nú aðeins eftir að hugsa þetta mál allt saman.
Og börnin mættu í skólann á tilskyldum tíma í morgun og svo bara aftur komin helgi. Er óhemju dugleg að sofna fyrir framan imbann og þegar ég vakna í sófanum man ég nákvæmlega ekkert hvað ég var að glápa á.
Þarf að taka jólaskrautið út af léttsveitarsíðum þar sem síðasti dagur jóla er á morgun að mér er sagt.
Og nýja fína tölvan mín ákvað að stríða mér í gær og bara vildi ekki ræsa sig upp í windows en spúsinn búinn að laga það.
Fór í mat í Gaukinn enn og aftur í gærkveldi þar sem mágfólk fór úr landi í dag og síðan í saumó hjá Siggu. Mikið af kjaftasögum enda einir tveir mánuðir eru síðan við hittumst síðast. Alltaf svo skemmtilegt að hitta þessar kerlur sem ég er búin að þekkja frá blautu barnsbeini. Og nú meiri svefn...

fimmtudagur, janúar 04, 2007

Byrjaði daginn hjá tannsa og var þar óralengi og í mig settar keðjur og ýmsir vírar. Tönnslan sem legið hefur skökk uppi í gómnum í ein fimmtíu ár loksins búin að láta sjá sig en snýr víst rassinum í heiminn eins og tannsi orðaði það. Ég er algjört tjalens keis fyrir hann blessaðan og loksins gefst honum færi á að sína hæfni sína í réttingum.
Og stjórinn í vinnunni vil fá að ræða við mig. Skyldi hann ætla að bjóða mér launahækkun. Nei, ég segi nú bara svona. Hef nú reyndar aldrei orðið vör við það nokkurs staðar að manni sé boðið launahækkun án undangengins nöldurs frá minni hálfu. En er ekki 2007 eitthvert heillatöluár svo það er bara aldrei að vita hvað gerist.
Og ný uppþvottamaskína komin í hús og er aldeilis að slá þeirri gömlu út. Þvær betur, er hljóðlátari og guð má vita hvað annað. Allavega sinnir sínum skyldum af kostgæfni.
Er á leið í matarboð í Gaukshólana, nenni ekki alveg en kem mér þó vonandi út úr húsi. Stoppa þar stutt því í kvöld er líka saumó hjá Siggu K. Þannig að ég ætti ekki að hanga á horriminni í kvöld.
Annars bara allt svona blessunarlega ljúft og það á eftir að koma í ljós í fyrramálið hvernig gengur að koma ungviðinu á heimilinu á fætur eftir jólafrí. Fyrsti skóladagur á morgun...

þriðjudagur, janúar 02, 2007

..nú árið er liðið og alles og löngu kominn tími á að blogga örlítið á mína nýju fínu iMac tölvu og svona. Gerði það nú reynar á jóladag en ýtti á eitthvað árans epli sem var nú ekki alveg að virka og allt strikaðist út. Eins og sést á tímanum er ég algjörlega búin að snúa við sólarhringnum enda búin að vera í löngu fríi, ekkert að vinna á milli jóla og nýárs og er meira að segja í fríi á morgun. Þarf nú samt að draslast á fætur eitthvað fyrir nónbil því uppþvottavélin ákvað að gefast upp á gamlárskvöld, bara hingað og ekki lengra enda búin að endast hér við þrælavinnu í mörg mörg ár. Svo ég þarf að fara í búð á morgun ef einhverjar eru opnar og kaupa nýja uppþvottavél því án hennar get ég ekki verið.
Og eina áramótaheitið sem ég setti mér var að fá mér ræstitækni til að þrífa fyrir mig, bara nenni ekki lengur að eyða helgunum í þrif og þvotta. Alveg búin að fá nóg af því og löngu kominn tími á að borga einhverjum fyrir að gera þetta fyrir mig.
Annars eru bara allir búnir að hafa það gott um jólin, éta á sig gat og miklu meira en það og krakkarnir búnir að snúa sólarhringnum við eins og mammsan.
Matarboð hér annað kvöld fyrir tengdó og mág og mágkonu sem eru komin alla leið frá USA til að upplifa íslensk áramót. Og þau hafa aldrei séð annað eins enda erum við náttlega best í þessu eins og öllu öðru og þarf meira að segja ekki að miða við höfðatölu í þetta skiptið.
Og nú svona þegar nýtt ár er upprunnið þarf að fara að snúa sér að undirbúningi á fermingu yngstu snótarinnar á bænum, finna efni í fermingarkjólinn sem hún heimtar að amman saumi á sig hvort sem ömmunni líkar betur eða verr og velja liti og gera boðskort og panta far fyrir matráðinn frá Danmörku. Og svo bara halda áfram að vinna svoldið og syngja svoldið og ferðast kannski svoldið...gleðilegt árið öll sömul þarna úti....
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter