<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, janúar 21, 2006

Bara svo þið vitið það þá er ég fífill...tölvufríkið ég hef ekki þolinmæði í að koma einhverjum myndum inn á þetta blogg. Myndskreytti aldrei dagbækurnar mínar í gamla daga og mun heldur ekki gera það hér eða þar til annað kemur í ljós. Hef aldrei getað teikna um mína daga. Fékk reyndar einu sinni verðlaun í einhverri teiknisamkeppni þegar ég var átta ára og hafði meira að segja þá það vit að þetta var ekki góð mynd þó verðlaunamynd væri. Síðan hef ég varla teiknað mynd og er algjörlega undrandi á listrænum hæfileikum afkvæmanna sem er algjörir snillingar að teikna. Trínan mín fékk t.d. tíu í myndmennt á síðustu önn. Þetta hlýtur að vera eitthvert stökkbreytt gen í þeim greyjunum.
Undarlega gott að mæta aftur á kóræfingu sl. þriðjudag þótt eitthvað væri þreyttur heildarsvipurinn á kórnum, margar svoldið gapandi og geyspandi en ég skil það bara voða vel. Passaði mig á því að leggast ekki í sófann fyrir kóræfingu því þá er nokkuð víst að ég sofna og vakna ekki aftur fyrr en um miðnætti mis krumpin. Jónas, Atli Heimir og Hróðmar alveg að gera sig og svo er bara að sjá hvernig þeir á kúbunni fíla þá og okkur.
Dæmalaust leiðinlegt sjónvarpskvöld í gær, búin að sjá allar þessar bíómyndir eða þær voru afspyrnu leiðinlegar svo endapunkturinn var að horfa á tónleika með George Harrison, Clapton, Leon Russel o.fl. Fyrstu svona live aid tónleikarnir, haldnir fyrir Bangladesh. Ótrúlegt hvað þetta voru og eru góðir tónlistarmenn og við Jánsinn vorum algjörlega að fíla þetta í botn. Tónleikarir voru haldnir 1971 árið sem ég útskrifaðist úr Kvennó, og árið sem það var flautað á mig út á götu í fyrsta (ekki það síðasta) skipti, árið sem Saltvík var og árið sem ég kyssti strák í fyrsta skipti. Og líka árið sem ég byrjaði að vinna á alvöru vinnustað ef hægt er að kalla Skattstofu Reykjanesumdæmis því nafni. Þetta var líka árið sem ég náði ótrúlegum hraða í vélritun og líka síðasta árið mitt sem ég var að deyja úr feimni. Segi nú reyndar ekki að hún hafi farið bara af svona einn góðan veðurdag en allavega árið 1972 opnaði ég munninn af fyrra bragði og sagði eitthvað við manneskju sem ég þekkti ekki út og inn. Miklir umrótatímar greinilega í mínu lífi þarna á þessum fyrstu árum sjöunda áratugar síðustu aldar.
Vaknaði í morgun með flensu, bullandi kvef og viðeigandi nefrennsli. Skellti mér í sturtu og þvoði af mér mesta slenið og dreif mig svo að skoða tvær íbúðir með Dundý og Díönu og fer svo að skoða þá þriðju kl. fimm.
Annars ekkert markvert. Slípaði reyndar svoldið og spaslaði í herbergi Trínunnar og algjörlega löngu kominn tími til að klára þetta herbergi hennar. Er bara órúlega lítið fyrir svo sparslvinnu. En þetta bara verður að gerast eigi síðan en núna...

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Allt eins og blómstrið eina

You scored as Dandelion. Dandelions, are often seen as weeds but are very useful flowers... they lack a certain level of elegance but have a bold appearance... thats very loveable...

Dandelion


56%

Daffodil


56%

Rose


56%

Iris


33%

Magnolia


33%

Poppy


33%

What Kinda Flower Are You...? (Iris, Rose, Dandelion... ect)
created with QuizFarm.com

sunnudagur, janúar 15, 2006

Hvernig persóna er ég???

You scored as Nice. Your nice. Please rate my quiz!

Nice


63%

Fun


56%

Shy


38%

Outgoing


25%

Dramatic


13%

Immature


13%

mean


0%

what kind of person are you? (shy,outgoing,fun,mean,immature,dramatic or nice?)
created with QuizFarm.com

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Og svo hvaða Disney er ég. Er lögst í svona karakterpróf eins og Amma Jó. Kanni fylgir þetta okkur ömmunum...

You scored as Goofy. Your alter ego is Goofy! You are fun and great to be around, and you are always willing to help others. You arn't worried about embarrassing yourself, so you are one who is more willing to try new things.

Goofy


81%

Sleeping Beauty


81%

Cinderella


69%

Cruella De Ville


69%

Peter Pan


69%

Pinocchio


50%

The Beast


50%

Ariel


44%

Donald Duck


25%

Snow White


25%

Which Disney Character is your Alter Ego?
created with QuizFarm.com
Hvaða tröll er ég:
Stjórnmálaþurs
Þú ert vanaföst, tilfinningarík félagsvera.
Í margmenni á stjórnmálaþursinn oftar en ekki orðið. Ef einhver hyggst grípa fram í fyrir honum talar hann bara hærra - og það virkar. Hann hefur sterkar skoðanir á flestu, hvort sem um er að ræða fjárlagahalla ríkisins eða það hvort SS eða Goða pylsur eru betri, og gerir hvað hann getur til að þröngva þeim upp á aðra. Stjórnmálaþursinn þarf að passa sig þegar hann er í nærveru þeirra sem eru ósammála honum því blóðþrýstingurinn á það til að rjúka upp.

Stjórnmálaþursinn vantar ekki nýja skó fyrr en það er komið gat á þá gömlu... sem skósmiðurinn segist ekki geta gert við. Stjórnmálaþursinn veit hvar Guðsteinn er með verslun.

Ekki alveg viss um að þetta sé rétt...er meiri innipúki en þetta gefur til kynna sérstaklega þessa dagana. Vil helst einveru og sjónvarpsgláp meira en nokkuð annað...

mánudagur, janúar 09, 2006

Það er svo undarlegt hvað örlítil sólarglæta getur gert fyrir mann. Vaknaði hér á laugardaginn og úti var örlítil snjóföl og sólin skein og ég fylltist einhverri óskiljanlegri orku í að taka niður jólaskrautið og þrífa hér á bæ. Það er líka svo undarlegt að það er alltaf gaman að setja upp jólin, ég tala nú ekki um þetta árið þar sem léttujólatréð var alveg einstaklega fallegt, hvað ég er alltaf fegin að pakka jólunum aftur niður í kassa.
Annars hef ég tilhneigingu til þess þessa dagana að einangra mig svoldið og vil helst vera ein með sjálfri mér þegar ég er ekki í vinnunni. Snertur af skammdegisþunglyndi mundi ég halda...

fimmtudagur, janúar 05, 2006

Er svona að ná mér eftir svefnsýkina sem herjað hefur á mig um og yfir áramótin. Svaf t.d. af mér nýársdag nánast með örlitlum hléum. Þetta tími ársins er ekki my primetime. Langar mest að leggjast í hýði eins og björninn og sofa eitthvað fram eftir vetrinum. Hef enga þörf fyrir fólk í kringum mig og er einhvern veginn ekki mjög sosíal á þessum árstíma og vantar alla drift í mig og meiri orku. En bráðum fer að birta af degi og þá kemur betri tíð og blóm í haga eins og skáldið sagði.
Hef svoldið verið að hugsa um hvernig hægt er að losa mínar kæru léttur við allan spam póstinn sem þær eru að fá en það er eiginlega engin leið góð í þeim efnum. Nokkuð víst að þessi leitarforrit sem fiska upp netföng hefur komist inn í netfangaskrá hjá einhverri léttunni og það getur verið svoldið erfitt að losna þaðan. Spurning hvort hægt er að breyta eitthvað netföngunum okkar inn á heim.is og athuga hversu lengi það dugar. Og síðan að taka öll heimanetföng af netinu allavega þannig að ekki sé hægt að klikka á netföngin og senda beint. Þarf að hugsa þetta mál. Það er nóg að attmerkið komi fram í html kóðanum. Yfirleitt held ég að svona spam póstur byrji af því einhver af okkur léttum er ekki með almennilega vírusvörn eða fær vírus í tölvuna hjá sér og heim netföngin eru inn í skránni þar. Flókið og erfitt að uppræta þennan andskota. Er búin að taka gestabókina út af netinu þar sem þangað var farinn að berast hinn undarlegasti póstur og vísanir heldur ókræsilegar heimasíður. Já, það er vandlifað í þessum heimi.
Og Bimban búin að fara í enn eina aðgerðina og þarf að fara aftur til Lundar. Veit að Freyja hugsar vel um hana og er henni til halds og trausts í svíaríki. Við eigum svo sannarlega góða að í hvorri annarri í léttsveitinni.
Annars ekkert að gerast nema í draumum mínum. Krakkarnir heldur óhressir í morgun að vakna eftir jólafrí enda búnir að snúa sólarhringnum við og ekki farið að sofa fyrr en undir morgun.
Vinna í fyrramálið og mál að koma sér í rúmið þó ég hafi reyndar sofið yfir sjónvarpinu í allt kvöld...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter