<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júní 20, 2005

Jæja, ta er fjolskyldan komin til Danmerkur i sveitasæluna hja Ragnhildi. Sol og blida og verdur tannig næstu dagana. Bornin og John buin ad klifa Himmelbjerget sem Tristan vill skyra upp a nytt og kalla Himmelholl. I dag er stefnan tekin a smasjopping og svo a ad bada sig i anni Kudeå sem er her rett hja. A morgun verdur trumuvedur og a midvikudag verdur vardi i djurssommerland. Ekki talid radlegt ad fara i dag tar sem spad er 30 stiga hita og gladasolskini og ekki gott ad fara med hvitu bornin min i sliku vedri i vatnssull allan daginn. Sigldum sem sagt fra Silkiborg a himinbjargid i gaer i sol og blidu. Gestahusid hja Ragnhildi hysir okkur oll og er algjor snilld. Skrifa meira sidar...helt ad eg hefdi stillt lyklabordid a islensku en svo er greinilega ekki...tja i bili fra dejlige Danmark...

fimmtudagur, júní 16, 2005

Ég er að fatta það að ég er eiginlega ekki í neinu sambandi við annað fólk þessa dagana. Algjörlega föst í mínum eigin veruleika og hef ekki samband við nokkurn mann af fyrra bragði. Ekki nógu gott. En stundum koma svona dagar. Og dagurinn í dag, 24°C á pallinum og ég bara inni að laga til áður en haldið er til Danmerkur á laugardagsmorguninn eldsnemma. Veit ekki hvort Hrundsan fattar hintið hjá mömmsunni að ég vilji koma heim í húsið eins og ég fer frá því, sem sagt spikk og span og enginn þvottur í óhreinatauskörfunni. Á nú samt ekki von á því að það verði þannig þegar ég kem heim. Þær stöllur hún og Díana ætla að flytja á meðan við erum úti og svo heldur Díana út á vit ævintýranna á interrail þann 30. júní og kemur ekki heim fyrr en fyrstu vikuna í ágúst. Hrundsan ætlar út að hitta hana í Köben upp úr miðjum júlí í nokkra daga. En sem sagt þegar við komum heim frá danaveldi verður stóra barnið og afkvæmi hennar flutt að heiman. Hefði nú alveg viljað halda svoldið lengur í þá litlu hér á heimilinu en það er ekki á allt kosið í þessu lífi eða þannig. Verð bara að vera dugleg að heimsækja Rakelina mína á nýju heimili. Og svo á ég allt eins von á því að ég kannski passi hana ef múmmsan hennar fer að vinna.
Annars bara allt að vera voða sætt og fínt hér á bæ þó ég eigi varla von á að það haldist mikið lengi miðað við fyrri reynslu. Jánsinn að setja upp körfuboltanet sem pantað var frá USA og honum sýnist að það vanti eitt stykki....arg...alveg týpiskt. Og enn bólar ekkert á ljósakrónunni sem pöntuð var frá USA í nóvember...ha...þeir eru trúlega enn að reyna að troða henni í minni kassa...

miðvikudagur, júní 15, 2005

Dæmalaus bloggleti er þetta en ég er ekki búin að vera neinn voðalega löt á öðrum sviðum undanfarið. Helti mér í endalausa vefsíðugerð og bara komin nokkuð áleiðis með það. Og búin að fara á mitt pottanámskeið og svona og bara orðin skárri í eldamennskunni á rándýru salatmaster pottum, nei ég segi nú bara svona. Og viðgerðin á þakinu mun kosta milljón eða meir. Og Danmörk framundan og alles. Og Hrundin mín og litla ömmusnúllan mín að flytja að heiman í kringum mánaðarmótin. Allamalla. Það verða nú viðbrigði þegar þessi litla glaða stúlka verður ekki hér alla daga. Hún er algjörlega búin að bræða mitt litla ömmuhjarta og verður bara skemmtilegri og skemmtilegri. Skrækir af hamingju daginn út og inn. En það er náttúrlega löngu kominn tími til að mín 26 ára gamla dóttir flytji úr móðurranni og þó fyrr hefði verið. Og sú 14 ára fær að fara niður í kjallara í herbergi stóru systur og hin fá stærri herbergi í kjölfarið. Og undanfarið hafa börnin mín verið mikið í því að láta sig hverfa og múmmsan út um allt að leita að þeim en yfirleitt koma þau nú í leitirnar seint og um síðir. Eins og ég hafi nú ekki eitthvað við tímann annað að gera en að æða hér um götur í leit að afkvæmunum með hundinn í eftirdragi. Suss og suss. En nú ætla ég að skúra á meðan engir eru hér á röltinu að æða yfir nýskúraðar flísarnar. Já, við gerum mörg verkin á nóttunni þessar þreyttu húsmæður...

þriðjudagur, júní 07, 2005

Þakið á kotinu byrjaði að leka í gær og í dag kom hér maður og sagði að þakið væri ónýtt og þyrfti að skipta um járn á því öllu saman. Arg...eitthvað kemur það til með að kosta. En þetta kemur mér svo sem ekkert á óvart en maðurinn minn heldur að húsið haldi sér við sjálft og aldrei þurfi að gera aftur það sem einhvern tímann hefur verið gert. Það er löngu kominn tími á að skipta um gler hér í gluggum en honum finnst nú lítið liggja á því. Svo kom ég með þá uppástungu að setja flísar á svalirnar en hans vegna mættu þessar svalir hrynja, eru aldrei notaðar segir hann. Greinilegt að honum dettur aldrei í hug að viðra rúmfötin sín...

mánudagur, júní 06, 2005

Það er ákveðið spennufall í mér. Skírnarveislan með öllu mínu gúmmulaði tókst vel og litla frænkan fékk nafnið Helena Mist. Og svo gospelaltpartý strax eftir skírnina og ekki var gúmmilaðið þar verra. Mikið borðað, drukkið og spjallað og sungið og farið í kubbaleikinn og spilað badminton og hoppað á trampólíni. Gott partý þó húsráðandi hafi látið sig hverfa þegar líða tók á nóttina og skilið þá gesti sem enn voru í húsi eftir í stofunni. Bara náði mér ekki upp úr rúminu þegar ég var lögst í það. Og nú er ég andlaus og löt og lús komin í hárið á Katrínu svo eitthvað verð ég að gera í því eigi síðar en strax...

laugardagur, júní 04, 2005

Algjörlega er það makalaust að ég er búin að baka fyrir skírnina hjá litlu frænkunni og leggja kjúklingabringurnar í mareneringu fyrir gospelspartý. Og meira að segja brá út af vananum og bakaðu gúmmulaðitertuna hennar Maríu minnar og líka marensrúllutertuna hennar Margrétar xfomma. Varð nú að prófa að baka hana þar sem ég hafði ekki nokkra trú á því að það væri létt verk og löðurmanlegt að rúlla upp marens en viti menn. Bara ekkert mál. Svo nú er ísskápurinn niðri fullur af veisluföngum, tertum, brauðtertum og laxarúllum og kjúllum í mareneringu. Ég held svei mér þá að ég færi létt með að fara út í veisluþjónustu og nokkuð viss um að ef ég hefði Maríu í farteskinu væru okkur allir vegir færir í þessum efnum, svei mér þá.
Og Jánsinn kláraði girðingarbúinn á pallinum í kvöld og bara nokkuð vel heppnað hjá karli. Og svo fékk ég fermingarmyndirnar af Petru hjá Spessa í kvöld og þær eru bara ferlega sætar, þó daman hafi verið nokkuð stúrin á meðan á myndatökunni stóð, aðallega af svengd.
Annar ekkert títt en enda gerist lítið þegar deginum er eytt í kökubakstur...

fimmtudagur, júní 02, 2005

Guðdómlegt veður úti eins og hefur reyndar verið undanfarna daga. Búin að gera eitt stykki köku og tree more to go. Þarf að versla í dag fyrir gospelpartý á laugardagskvöldið sem startað verður með sexara strax eftir skírnarveisluna hjá bró.
Og ýmislegt annað sem ég þarf að muna eftir eins og t.d. að fara í einhverja búðina og skrá okkur mæðginin í kvennagönguna góðu. Allt gert til að fá sætan bol.
Sá að Vésan var með gómsætt pasta í gær og ég reyndar líka. Eitt af því sem ég get sett ofan í mig án þess að þurfa að bíta mikið í það. Get reyndar nokkurn veginn bitið í hluti en þá festist þetta allt í spöngnum svo það er bera betra að vera ekkert að því. Bara að bræða allt í munnsanum þar til það leysist upp. Hér var carbonara að mínum hætti. Slatti af beikoni steikt á pönnu. Alveg snilld að kaupa þetta niðurbrytjað í bréfum. Nokkur egg en allavega þrjú aðskilin og svo öðrum þremur skellt á pönnuna og hrært í eins og skrabled eggjum. Einn grænmetisteningur og svo heil ferna af matreiðslurjóma. Látið malla á meðan spagettið er soðið eftir leiðbeiningum. Pastað sett í skál, þrjár eggjarauður settar yfir og svo sósunni. Vella og síðan glás af parmasan yfir. Ógislega gott og einfalt. Auðvitað má nota parmaskinku í staðinn fyrir beikonið. Nóg af mataruppskriftum. Er ekki mikill kokkur.
Og nú ætla ég að leggjast í að baka jarðaberjakökuna hennar Maríu, perutertu og bananatertu og svo skelli ég í tvær brauðtertur og bý til laxarúllurnar hennar Maríu líka. Það ætti að duga í skírnina auk þess sem pöntuð verður sérstök skírnarterta.
Annars er ég orkulaus og löt þessa dagana...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter